súpaÞað kann að koma einhverjum á óvart, en raunin er sú að súpur seðja matarlyst lengur en föst fæða vegna þess að þær eru lengur að frásogast úr maganum en önnur fæða. Þær eru því  heppilegar til þess að léttast vegna þess að það að hemja matarlystina er lykilatriði í baráttunni við aukakílóin og nátengt því að hafa aga til þess að standast alltumlykjandi freistingar. Rannsókn við Oxford Brookes Háskólann í Bretlandi sýndi fram á að súpur frásogast hægar en föst fæða og að þær hækka blóðsykurinn hratt. Vísindamennirnir sem sem stóðu að rannsókninni mældu frásogshraða meltingarinnar auk þess sem blóðsykur var mældur eftir máltíð sem annars vegar var súpa og hinsvegar föst fæða. Súpurnar gefa meiri saðningartilfinningu en föst fæða vegna þess að þær eru lengur í maganum og eru auk þess góð uppspretta næringaefna ef hráefnið gefur tilefni til þess.
(European Journal Clinical Nutrition, 67: 8-11, 2013)