Síberíuginseng (eleutherococcus senticosus, SG) eða ginsengplantan hefur öldum saman verið notuð til þess að meðhöndla sykursýki, hjartasjúkdóma, ofþreytu, blóðleysi og nýrnasjúkdóma. Þolíþróttamenn hafa stundum tekið ginseng til þess að auka fitubrennslu og spara glýkogen. Ef glýkogen er sparað getur náðst aukinn árangur sé um að ræða þolgreinar sem vara lengur en tvo klukkutíma. Nokkrar illa reknar rannsóknir staðfesta hugsanleg jákvæð áhrif ginsengs á þol en vönduð rannsókn sem gerð var af Dr. Christopher Eschbach og félögum við Háskólann í Suður-Missisippi sýndi fram á að þegar hjólreiðamönnum var gefið Síberíuginseng hafði það engin áhrif á notkun fitu sem orku né á árangur. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi vandaðrar stjórnunar í rannsóknum þegar bætiefni eru annars vegar. Það eru alltaf til staðar ákveðnar væntingar þegar íþróttamaður tekur bætiefni eða lyf til að bæta árangur sinn og hlutverk vísindalegra vinnubragða er að útiloka slíka áhrifaþætti. Int. J. Sports Nutr. Exerc. Metab. 10: 444-451, 2000