Risvandamál er í mörgum tilfellum undanfari og eitt fyrsta einkenni hjartasjúkdóms, hjartaáfalls eða heilablóðfalls. Æðarnar í limnum eru grennri en æðarnar í hjartanu sem gerir það að verkum að risvandamál koma fyrr fram en önnur einkenni hjartasjúkdóma eins og t.d. brjóstverkir. Karlar sem verða áberandi og ítrekað varir við risvandamál ættu því að ræða við lækni. Áströlsk rannsókn bendir til að dauði vegna hjartasjúkdóma er ekki óhjákvæmilegur meðal karlmanna með risvandamál. Hinsvegar hafa aðrar rannsóknir bent til þess að krabbamein tengist líka risvandamálum. Karlmenn sem eiga við risvandamál að stríða mælast oft jákvæðir gagnvart bólgum sem eru einnig merki um hjartasjúkdóma eða krabbamein. Bólgurnar valda stökkbreytingum í DNA erfðaefninu sem geta valdið stjórnlausum frumuvexti sem er einkenni krabbameins.

(Journal of Sexual Medicine, 8: 1761-1771, 2011)