Íslendingar eru vanir að nota niðursoðnar og ferskar rauðrófur með ýmsum mat. Þær eru ferskar og bragðgóðar en í þeim býr meira en bara gott bragð. Tímataka hjólreiða kemur nefnilega betur út þegar drukkin er rauðrófusaft en þegar það er ekki gert. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem þeir sem drukku rauðrófusaft hjóluðu annars vegar 4 km vegalengd á 11 sekúndna styttri tíma og 16 km vegalengd á 45 sek styttri tíma en þegar þegar ekki var drukkin rauðrófusaft. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni halda því fram að skýringin sé nítratinnihald rauðrófusafans sem gefur þessa auka orku.

(Journal of Strength 2011)