raudrofur2Nituroxíð (NO) er lofttegund sem myndast innan í æðaveggjum og skiptir miklu máli fyrir eðlilegt blóðflæði, blóðþrýsting, vöðvasamdráttarstyrk og framleiðslu hvatbera.  Hvatberar eru einskonar orkumiðstöð frumunnar en nítrat sem fengið er með neyslu á grænmeti eykur afköst og árangur þegar magn nituroxíðs eykst í blóðinu. Vísindamenn við Háskólann í St. Louis undir forystu Edward Weiss komust að því að með því að borða 200 g af rauðrófum 75 mínútum fyrir þolæfingu jukust afköst um 5% í samanburði við óvirka samanburðarfæðu. Getgátur eru einnig um að rauðrófur lækki blóðþrýsting og auki kyngetu.
(Journal of the Academy Nutrition Dietetics, 112: 548-552, 2012)