brusiVísindamenn við Rannsóknarstofnun Bandaríkjahers í umhverfisvísindum í Natick, Massachusett báru saman fitutap og vöðvatap á megrunarkúrum þar sem fók borðaði annað hvort 0,8 grömm, 1,6 gramm eða 2,4 grömm af prótíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Almennt er ráðlegt að miða við 0,8 grömm fyrir hvert kíló líkamsþyngdar en vöðvamassinn rýrnaði minnst þegar borðað var 1,6 gramm af prótíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Það skilaði ekki meiri árangri að borða 2,4 grömm fyrir hvert kíló. Það er því ráðlegt að hafa í huga að auka prótínneysluna þegar hitaeiningarnar eru skornar niður.
(FASEB fréttabréfið, vefútgáfa 5. júní 2013)