hamborgari_ofat_madur_maturAnorexía og Búlimía eru ekki algengustu átröskunarsjúkdómarnir. Ofát er algengasti átröskunarsjúkdómurinn og var skilgreint sem átröskunarsjúkdómur árið 2013.  Anorexía (lystarstol) felur í sér langvarandi lystarleysi en búlimía (lotugræðgi) er sjúkdómur af sálrænum toga þar sem sjúklingurinn hefur sjúklega mikla matarlyst en framkallar uppköst eftir átið til að losna við matinn. Anorexía og búlimía hafa fengið mun meiri athygli í fjölmiðlum en ofát (binge eating). Það var Albert Stunkard sem fyrstur varð til að lýsa sjúkdómnum en ofát er skilgreint þannig að sjúklingurinn hámar í sig ógrynni af mat í einskonar átköstum. Tilfellin geta verið nokkur í viku en ólíkt búlimíunni ælir hann ekki á eftir. Ofát er einn algengasti átröskunarsjúkdómurinn meðal fullorðinna en eins og áður sagði hefur hann ekki fengið jafn mikla athygli og anorexía og búlimía. Í fyrstu var sjúkdómurinn talinn tengjast áráttu til ofáts að nóttu til (night eating syndrome) en ljóst er að hann er ekki bundinn við ákveðinn tíma sólarhrings.

Lyfjaráð Bandaríkjanna samþykkti nýlega lyfið Vyvanse sem ætlað er að vinna gegn miklu ofáti. Lyfið hefur ýmsar aukaverkanir sem eru ekki sérlega eftirsóknarverðar og því er ekki mælt með því sem megrunarlyfi. Það er örvandi og aukaverkanir hafa falið í sér aukinn blóðþrýsting og örari hjartslátt. Samkvæmt rannóknum getur lyfið fækkað ofátstilfellum úr 4,97 á viku í 0,78.  Ávísun lyfsins er hinsvegar háð ströngu eftirliti vegna hugsanlegrar misnotkunar og ávanabindandi áhrifa. Í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á lyfinu hafa aukaverkanir verið fjölmargar. Þurrt munnhol, svefnleysi, lystarleysi, ör hjartsláttur, hægðartregða og kvíðaköst koma þar við sögu.
(Shire News, 2. febrúar 2015 og Wikipedia.com)