Virka jafnvel og efedrín til fitubrennslu og hafa reynst vel
Viðtal við Einar Ólafsson, lyfjafræðing

Einar Ólafsson, lyfjafræðingur telur umhugsunarvert hverjir komu neikvæðu umræðunni um efedrín af stað á sínum tíma. Hagsmunir lyfjaframleiðenda felist í því að koma sínum eigin lyfjum að. Ekki er hægt að fá einkaleyfi á efedríni.

Í kjölfar neikvæðrar umræðu um efedrín hafa bætiefnaframleiðendur komið fram með brennsluhvetjandi efni sem ekki er bannað að nota í íþróttum og hefur fengist leyft til almennrar sölu m.a. hér á landi. Í stað efedríns er komið náskylt efni sem heitir synefrín. Fitnessfréttir ræddu við Einar Ólafsson, lyfjafræðing um tilkomu þessara nýju efna til þess að fá innsýn í muninn á þeim og efedríni.

Munurinn á efedríni og synefríni sem eru náskyld, er helst sá að synefrínið fer ekki yfir svokallaðan heilablóðþröskuld sem þýðir að það hefur ekki miðtaugakerfisverkun. Þar af leiðandi var synefrín leyft. Efedrín er príðilegt efni í flesta staði, en hefur ósértæka verkun. Þ.e.a.s. það hefur m.a. áhrif á hjartavöðva t.d. sem er neikvætt. En synefrínið hefur sértæka verkun því að í stuttu máli sagt er þetta þannig að efedrínið hefur áhrif á heilafrumur til þess að framleiða dópamín, dópamínið hvetur síðan m.a. nýrnarhetturnar til að framleiða adrenalin og noradrenalín, en synefrínið hefur aftur á móti bein áhrif á nýrnahetturnar til að framleiða þessi tvö efni. Íþróttamönnum hefur verið bannað að nota efedrín vegna þeirrar miklu afkastaaukningar sem það hefur, en synefrín hefur fyrst og fremst brennsluhvetjandi og afkastagetuaukanidi áhrif, en hefur engar aukaverkanir og er því ekki bannað.

Umræðan oftast snúist um misnotkun

Í umræðunni um efedrín hefur misnotkun oft komið upp á borðið. Þegar blandað er saman tveimur miðtaugakerfisverkandi efnum eins og efedríni og áfengi er ekki von á góðu. Það er ekki góð latína að blanda saman tveimur miðtaukakerfisverkandi efnum. Með tilkomu synefríns er sú umræða í rauninni fallin um sjálfa sig. Það er miður að umræðan hefur ekki verið á hlutlausum grunni og ekki hefur verið stuðst við vísindalega aðferðafræði í þessu sambandi. Tilfellið er að efedrín og efedrínlík efni, hvort sem þau fara yfir heilablóðþröskuldinn eða ekki, virka lítið ein og sér og sama er að segja um koffín. Aftur á móti virka þau vel þegar koffíni og efedríni eða efedrínlíku efni er blandað saman. Án efa er þetta einhver besti bruna-hvetjandi kokteill sem hugsast getur.

Óþolandi fyrir lyfjageirann

Lyfjageirinn hefur verið að reyna að ryðja þessum efnum úr veginum en það hefur ekki tekist. Samkeppnin er mjög mikil og lyfjageirinn hefur reynt að koma fram með ný lyf sem eiga að þjóna sama tilgangi. Þegar svona efni eru unnin beint úr náttúrunni er ekki hægt að fá einkaleyfi fyrir þeim vegna þess að þau eru almennt aðgengileg og eru ekki fundin upp í þeim skilningi. Aðgengi almenning að þessum efnum er allt annað en að lyfjum. Það þarf ekki að fá lyfseðil og í öðru lagi eru þau mun ódýrari en lyf vegna þess að rannsóknakostnaðinn er í raun búið að afskrifa. Í þriðja lagi eru þau einhver besti fitubrennslukokteill sem hugsast getur og því erfitt fyrir lyf að keppa við þau. Fyrir lyfjageirann er þetta vitaskuld allt annað en óskastaða því offita er gríðalegt heilsufarsvandamál og er vaxandi og því leiðir það af sjálfu sér að út frá
markaðslegu sjónarmiði þá væru tekjumöguleikar mjög miklir innan þessa geira ef til væru öflugri og beti lyf / efni en þau sem nú þegar eru til á markaði og eru aðgengileg.

Aukaverkanir ræddar út frá röngum forsendum

Þegar allt er skoðað eru aukaverkanir af þessum kokteil ekki verulegar ef leiðbeiningum er fylgt. Auðvitað á að ræða aukaverkanir af efedríni út frá réttri töku. Aukaverkanir lyfja eru aldrei ræddar á grundvelli rangrar töku. Það að hefja umræðuna á annan hátt flokkast því undir rangar forsendur. Það er umhugsunarefni hverjir það eru sem hrynda þessari umræðu af stað. Þetta var einfaldlega þannig að miðað hefur verið við frásagnarskýrslur sjúklinga þegar aukaverkanir efedríns voru annars vegar. Hver segir frá því þegar hann hefur farið út að skemmta sér, fengið sér eina e-töflu, drukkið töluvert áfengi og tekið margfaldan skammt af t.d. Ripped fuel, vakað í 36 tíma og komið ringlaður inn á slysadeild að hann hafi fengið sér e-töflu? Nei, frekar segjast menn hafa tekið Ripped-fuel og segjast jafnvel hafa aðeins tekið ráðlagðan skammt. Svona sögur verður að sjálfsögðu að staðfest með blóðtöku o.s.frv. Frásagnarskýrslur eru ágætar til þess að fara út í nánari rannsóknir, en þær eru ekki nothæfar til þess að draga fyrirfram neinar vísindalegar niðurstöður af þeim, vegna þess að þær hafa einfaldlega engar forsendur til slíks. Í þessu sambandi er vert að huga að því hversu geisilega údbreidd notkun efedríns hefur verið í fjöldanum öllum af
Hósta- og kveflyfjum og að tíðni aukaverkanna hefur verið einstaklega lág í þessum tilfellum þrátt fyrir fulla skammta af viðkomandi lyfjum.

Góð reynsla af nýju brennsluefnunum

Reynslan af þessum nýju brennsluefnum er mjög góð. Örvunin á nýrnahetturnar er nánast sú sama og hjá efedríni. Bruna og afkastaaukningin er því sú sama. Synefrín og koffín kokteill getur hjálpað verulega í baráttunni við offitu. Ef við tölum um ráðlagðan skammt eru um að ræða 5-7% aukningu á grunnbrennslu sem er verulega mikið þegar horft er til lengri tíma.