LyfjaglasRannsókn sem fólst í að kanna áhrif þess að blanda saman kreatíni og natríumbíkarbónati í tvo daga og mæla styrk á þrekhjóli sýndi fram á tölverðan árangur. Rannsóknin var framkvæmd af Todd Habobian og James Barber við Fjöltækniháskólans í Kaliforníu. Þátttakendur í rannsókninni tóku 20 grömm af kreatíni og 37 grömm af natríumkarbónati á tveimur dögum, dreift yfir daginn áður en þeir fóru í sex styrkleikapróf á þrekhjóli sem vörðu 10 sekúndur hvert. Einnig var kreatínið prófað eitt og sér og sama á við um natríumbíkarbónatið. Kreatínið í bland við natríumbíkarbónat jók styrk um 7% á meðan kreatínið eitt og sér jók styrkinn um 4%. Ekki var tilkynnt um neinar aukaverkanir en engu að síður eru langtímaáhrif þessarar blöndu ekki þekktar.

(Journal Strength Conditioning Research, 27: 252-258, 2013)