Nálastunga byggir á því að hafa áhrif á orkujafnvægi líkamans með því að stinga nálum á vel valda staði í líkamanum.

Þessi forna kínverska aðferð hefur verið notuð öldum saman til lækninga. Í dag er þessi aðferð útbreidd víða um heim og er notið til þess að venja menn af reykingum og draga úr sársauka í stoðkerfinu. Rannsóknir á virkni nálastungu eru takmarkaðar, enda hefur reynst erfitt að framkvæma skipulagðar samanburðarrannsóknir eðli aðferðarinnar vegna. Það getur reynst erfitt að mæla huglæga þætti eins og yin og yang eða lífsorku á vísindalegan hátt.
Shahin Ahmedov er vísindamaður við Near East háskólann í Tyrklandi. Hann ályktaði eftir endurskoðun á ýmsum rannsóknum að nálastunga eykur styrk og jafnvel þol. Hann vísar í niðurstöðum sínum til mikilvægi þess að stjórna lífsorkunni sem nálastunguþerapistar vega og meta út frá jafnvægi yin og yangs. Hann heldur því fram að jafnvægi yin og yangs hafi mikla þýðingu fyrir líkamlega frammistöðu og því megi færa rök fyrir því að nálastunga hafi áhrif. Svonefnd „lyfleysuáhrif“ nálastunguaðferðarinnar eru mikil. Trúin á aðferðina hefur s.s. mikið um það að segja hvernig fólk upplifir árangurinn. Er ekki sagt að litli skipti hvaðan gott kemur?
(Journal Strength Conditioning Research 24: 1421-1427, 2010)