Það þarf engum að koma á óvart að föst fæða seðjar hungur mun betur en fljótandi fæða. Auðvelt er að neyta drykkja af ýmsu tagi sem innihalda gríðarlega margar hitaeiningar þannig að menn fitna hraðar en góðu hófi gegnir. Drykkir seðja ekki hungur jafn vel og föst fæða en sömuleiðis skiptir máli fyrir saðningu hvaða næringarefni eru í drykkjunum. Vísindamenn við Háskólann í Toronto í Bandaríkjunum sýndu fram á þetta fyrir skemmstu. Borin voru saman áhrifin af að drekka drykki sem innihéldu annað hvort mysuprótín eða kolvetni. Tilgangurinn með samanburðinum var að meta hversu saddir menn yrðu. Mysuprótínið veitti meiri saðningu en kolvetnadrykkirnir þrátt fyrir sama hitaeiningafjölda. Sveiflur í blóðsykri verða jafnari ef drukkið er mysuprótín vegna þess að lifrin er lengur að breyta amínósýrum í glúkósa (kolvetni). Ef blóðsykurinn er jafn og sveiflast ekki mikið til er hungurtilfinningin mun minni og til lengri tíma litið stuðlar það að betri þyngdarstjórnun.

(International Journal of Obesity, 35: 562-569, 2011)