Þegar smjör og önnur viðbit eru annars vegar hafa nokkur ný komið fram á sjónvarsviðið upp á síðkastið. Ástæðan fyrir þessari þróun er tvímælalaust sú að kröfur um hitaeiningalítil og fitulítil viðbit verða sífellt háværari meðal þeirra sem vilja halda sér í formi. Menn vilja fá sem mest fyrir hitaeiningarnar. Í dag er sjaldgæft að menn noti gamla góða smjörið vegna fjölda hitaeininga og majonesið er á undanhaldi. Hefðbundið majones inniheldur 725 hitaeiningar í 100 grömmum og er orkuríkasta viðbitið fyrir utan Smjörva með 738 he en það sem hefur vinninginn í fáum hitaeiningum er Hellmanns léttmajones með einungis 147 he í 100 grömmum. Það sem næst kemst Hellmanns léttmajonesinu er Klípa sem er með 295 he í 100 g, en Hellmans léttmajonesið hefur einnig vinninginn hvað kólesteról varðar því það mælist ekki.