Kviðslit kallast það þegar t.d. hluti innyfla eða garnar treður sér í gegnum kviðvegginn þar sem hann er veikastur fyrir. Sumir fá kviðslit við það eitt að hósta, en oftast má rekja kviðslit til veikleika í kviðveggnum og mikils þrýstings í kviðarholi. Lyftingar, átök og teygjur eru oft orsök kviðslits og því er kviðslit þekkt fyrirbrigði meðal líkamsræktarfólks. Fleiri áhættuþættir koma við sögu, ættgengi, offita eða skurðaðgerðir á kviðarholi auka líkurnar auk þess sem karlar fá oftar kviðslit en konur. Fyrstu einkennin eru oftast lítil útbúngun á kvið eða í nára en kviðslit í nára er algengast.

Fyrstu einkennin eru oftast lítil útbúngun á kvið eða í nára en kviðslit í nára er algengast. Mjög mikilvægt er að leita til læknis um leið og vart verður við kviðslit til að draga úr líkum á að það stækki.

Ekki er ólíklegt að sársauki finnist við æfingar þegar kviðslit byrjar að myndast. Eftir því sem kviðslitið stækkar verður sársaukinn meiri. Á byrjunarstigi er helsta meðferðin að sleppa því að lyfta þungum hlutum og klæðast sérstökum viðhaldsfatnaði sem gætir þess að engin útbúngun eigi sér stað. Annars er hætt við að kviðslitið stækki smátt og smátt. Þegar svo er komið er skurðaðgerð eina leiðin til að laga kviðslitið. Mjög mikilvægt er að leita til læknis um leið og vart verður við kviðslit til að draga úr líkum á að það stækki. Eftir því sem það stækkar verður sársaukinn meiri og það verra við að eiga.

(Journal American Medical Association, 305: 2130, 2011)