Þegar napur vetur gengur í garð er ekki ósjaldan sem þörf er á átökum í köldu umhverfi. Fjölmargar vetraríþróttir gera það að verkum að ekki er annað hægt en að stunda þær í köldu umhverfi, en átök í annað hvort miklum kulda eða miklum hita eru erfiðari en við stofuhita. Ef tækjasalurinn verður of kaldur geta menn auðveldlega fundið muninn á því hve erfiðara er að taka á. Kuldinn dregur nefnilega talsvert úr styrk. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma svo mjög á óvart, en svona er þetta. Vísindamenn við Ríkisháskólann í Arkansas í Bandaríkjunum hafa nefnilega lokið við rannsókn þar sem gerðar voru ýmar átaksrannsóknir á fólki í köldu umhverfi.

J. Strength Cond. Res., 17: 279-284, 2003