Bætiefni sem innihalda kjarna (extract) úr grænu te innihalda flavóníða og koffín. Samkvæmt safngreiningu á 20 rannsóknum (rannsókn þar sem niðurstöður margra rannsókna eru teknar saman) draga þessi efni úr matarlyst, auka efnaskiptahraða og flýta fyrir fitubrennslu. Bætiefni sem innihalda kjarna úr grænu te (ath, ekki er verið að tala um venjulegt grænt te) lækka sömuleiðis heildar-kólesteról og LDL kólesterólið um 5 mg í dl. Bætiefnin höfðu engin áhrif á HDL kólesterólið eða þríglyseríð. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að kjarni úr grænu te eykur orkutilfinningu og hefur smávægileg áhrif á aukakílóin.

(Journal American Dietetics Association 111: 1720-1729, 2011)