Samkvæmt endurskoðun útgefinna rannsókna sem Stella Lucia Volpe við Drexel háskólann í Fíladelfíu í Bandaríkjunum gerði er kirsuberjasafi tilvalin vörn gegn vöðvaskemmdum eftir erfiðar æfingar. Skiptir þá engu hvort um er að ræða maraþon eða þungar lóðaæfingar. Það eru efni í kirsuberjasafanum sem koma í veg fyrir bólgur og oxunarskemmdir á vöðvum í kjölfar erfiðra æfinga. Kirsuberjasafinn er því talinn draga úr vöðvaskemmdum og bólgum í kjölfar æfinga og er því gagnlegur til að draga úr líkunum á meiðslum og flýta fyrir endurbata eftir æfingar.
(ACSM Health & Fitness Journal 18 (1): 32-33, 2014)