Kettle Bell FitnessMetnaðarfullt íþróttafólk, íþróttafræðingar, íþróttaþjálfarar og einkaþjálfarar hafa þegar skráð sig á kettlebellsnámskeið hjá fremstu þjálfurum heims á þessu sviði, Steve Maxwell og Steve Cotter. Þeir koma til landsins í vikunni og halda tvö heilsdagsnámskeið í kettlebellsæfingum helgina 13. og 14. janúar.

Uppselt er á námskeiðið laugardaginn 13. janúar, en enn eru laus sæti á námskeiðið 14. janúar. Meðal viðskiptavina Maxwells og Cotters má nefna sérsveitarmenn, hermenn, íþróttamenn í fremstu röð (t.d. hokkymenn, körfuboltamenn, sundmenn, fótboltamenn), íþróttafélög eins og San Fransisco 49’ers og aðrir sem vilja vera í frábæru alhliða líkamlegu formi. Þeir hafa áratuga reynslu af þjálfun og eru sjálfir íþróttamenn í fremstu röð, enda fara þeir eftir því sem þeir predika. Leiðbeinandi á námskeiðunum með þeim verður Vala Mörk, eini þjálfari Íslands með RKC (Russian Kettlebells Challenge) réttindi.

Kettlebellsæfingar eru í dag mjög vinsælar í íþróttaheiminum og eru til dæmis mikið notaðar af bardagaíþróttamönnum sem margir eru í betra alhliða líkamlegu formi en aðrir íþróttamenn. Sömuleiðis hafa frjálsíþróttamenn tekið kúlunum opnum örmum, má nefna að kettlebellskúlurnar skipa veglegan og fastan sess í styrktar-, úthalds-, og sprengikraftsæfinga-prógrammi fremstu sjöþrautarkonu Íslands, Kristínar Birnu Ólafsdóttir, sem nú stundar nám og æfingar við San Diego State háskóla í Bandaríkjunum og hefur aldrei verið í betra líkamlegu formi.

Kettlebells kúlurnar hafa verið þekktar í Rússlandi í núverandi mynd í meira en hundrað ár, en upprunalega voru þær notaðar við vigtun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum úti á ökrunum. Með tímanum urðu mismunandi lyftur með lóðunum vinsælar keppisgreinar á mörkuðum eða við aðrar samkomur, og var þetta skemmtileg aðferð til að sýna styrk og úthald karlmannanna á staðnum. Þetta hefur síðan þróast yfir í að vera ein af bestu þjálfunaraðferðum nútímans.

Þjálfun með kettlebells gefur gríðarlega mikið af sér. Hver æfing tekur yfirleitt um 30 mínútur og árangurinn er sterkari stöðuvöðvar, mikill og hagnýtur styrkur, mikið úthald og betri samhæfing vöðvanna. Kettlebells er einnig frábært tæki fyrir þá sem vilja brenna fitu hratt og örugglega. Eins og áður segir er uppselt á námskeiðið 13. janúar, en það eru enn laus sæti á námskeiðið sunnudaginn 14. janúar. Námskeiðið verður haldið í æfingahúsnæði Mjölnis, Mýrargötu 2. Það hefst kl. 9.00 og stendur til 17.45. Verð: 19.500 kr. Þetta er frábært tækifæri fyrir Íslendinga til að læra af færustu þjálfurum heims. Ekki leyfa því að fara fram hjá þér. Tekið er á móti skráningum og fyrirspurnum í síma 696 1179 eða með tölvupósti á: kettlebells@kettlebells.is. Nánari upplýsingar eru á www.kettlebells.is