Hafin er sala og dreifing á Hleðslu í fernum, geymsluþolinni útfærslu af Hleðslu sem kom á markað fyrir réttu ári síðan. Hleðsla er í 250 ml. fernum og fæst í tveimur bragðtegundum, jarðarberja og létt karamellu.

„ Markaðssetning Hleðslu á síðasta ári var ævintýri líkust, við erum ótrúlega ánægð með árangurinn ”

segir Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS „auk stórkostlegra vinsælda innanlands, hlaut Hleðsla nýlega gull-og silfurverðlaun í norrænni mjólkurvörusamkeppni. Hleðsla ætti því möguleika erlendis , einnig vegna sérstöðu sinnar fram yfir aðra próteindrykki á markaðnum. Með tilkomu Heðslu í fernum, fjölgar tækifærum til neyslu og bindum við miklar vonir við það“, segir Guðný að lokum.

Hleðsla hefur sérstöðu fram yfir aðra próteindrykki á markaðnum því Hleðsla er eini drykkurinn sem framleiddur er úr íslenskum mysupróteinum. Auk hágæða mysupróteina inniheldur Hleðsla kolvetni til hleðslu sem henta vel eftir æfingar og einnig sem millimáltíð, enda hefur Hleðsla slegið í gegn meðal íþróttafólks og almennings.

“Kauptu fjórar og fáðu sex”

er markaðsátak sem nú er hafið, þar er takmarkað upplag af kippum selt á þeim kjörum.

Nánar um Hleðslu og hlutverk próteina og kolvetna:

Ein ferna af Hleðslu inniheldur 22 gr. af 100% hágæða mysupróteinum, framleidd úr íslenskri mjólk. Þau eru talin henta sérstaklega vel til vöðva uppbyggingar auk annarra mikilvægra eiginleika. Hleðsla er jafnframt án hvíts sykurs og sætuefna og inniheldur agavesafa.

Prótein í fæðunni eru samansett úr 20 amínósýrum, þar af eru 9 lífsnauðsynlegar. Þessar amínósýrur gegna mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Þær eru t.d. grunneiningar líkamspróteinanna, sem eru m.a. byggingarefni vöðva og beina.

Kolvetni eru mikilvægasti orkugjafi líkamans, og eru geymd í líkamanum á formi glýkógens, sem er forðabúr fyrir kolvetni og er m.a. að finna í vöðvum og lifur. Til marks um mikilvægi kolvetna sem orkugjafa, þá má benda á að heilinn nýtir aðeins kolvetni sem orkugjafa, en ekki prótein eða fitu.

Nánari upplýsingar er að finna á www.ms.is.