salatKonur sem fara eftir öllum helstu hollusturáðum – borða skynsamlega, reykja ekki, stunda reglulega hreyfingu, halda sig í kjörþyngd og fá sér endrum og sinnum vín eftir 55 ára aldur, geta minnkað líkurnar á því að fá hjartasjúkdóma um heil 82%. Sagt er frá þessu í riti Heilbrigðisdeildar Harvard háskólans. Skynsamlegt mataræði felst í litlu magni af mettuðum fitusýrum en ívið meira magni af fiskolíum, trefjum, jurtaolíum og grófu korni segja vísindamennirnir. Þeir mæla einnig með minnst 30 mínútna æfingum á dag.