Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem nýlega var birt í blaðinu The Grocer er hægt á einungis tveimur vikum að bæta útlit og hressast verulega með því að borða greipaldin. Eftir að hafa borðað greipaldin í tvær vikur sögðust 80% kvenna sem tók þátt í rannsókninni að einbeiting hefði batnað, 67% sögðust vera mun orkumeiri og 81% sögðu að húðin væri betri. Greipaldin geta líka lækkað kólesteról og eru næringarríkir ávextir sem henta vel á hitaeiningalitlu mataræði til að léttast.

(Health & Fitness 2011)