Grundvallaratriði léttingar í góðu gildi

Grundvallaratriði léttingar er að borða færri hitaeiningar en menn brenna með efnaskiptum líkamans og æfingum eða hreyfingu. Ákveðnar útgáfur af mataræði geta haft þau áhrif að menn brenni fleiri hitaeiningum en annars. Vísindamenn hafa verið að velta fyrir sér möguleikanum á því að mataræði sem samanstendur af flóknum kolvetnum sé orkufrekara í niðurbroti og frásogi en mataræði sem inniheldur mikið af einföldum kolvetnum. Kenningin hefur verið sú að með því að borða flókin kolvetni aukist efnaskiptahraðinn sem þegar til lengri tíma er litið veldur meiri fitubrennslu.

Danskir vísindamenn gerðu rannsókn sem fólst í að láta 24 einstaklinga, konur og karla lifa á þrennskonar mataræði í sex mánuði. Mataræðið fólst annað hvort í miklu magni flókinna kolvetna, miklu magni einfaldra kolvetna eða blöndu hvoru tveggja. Þeir mældu síðan efnaskiptahraðann, kolvetnanotkunina og hitamyndun í þessum einstaklingum í sex mánuði. Orkueyðsla þessara einstaklinga yfir sólarhringinn var sú sama fyrir þessar þrjár útgáfur mataræðis. Þessi rannsókn sýnir betur en margt annað að menn eiga að halda sig við grundvallaratriðin þegar ætlunin er að losna við aukakílóin. Borðaðu minni orku en þú brennir. Þú léttist ef hitaeiningarnar sem þú brennir eru fleiri en þær sem þú borðar.

(Int. J. Obesity, 25: 954-965, 2001)