Mataræði sem inniheldur mikið af mettuðum fitusýrum og transfitusýrum stuðlar að hjartasjúkdómum og lakari efnaskiptum. Rannsóknir á rottum við Háskólann í Alabama sýnir fram á að það skiptir máli hvenær neytt er fitu ekki síður og jafnvel frekar en magn fitu. Vísindamennirnir gáfu dýrunum annað hvort fituríkt eða fitulítið fæði í byrjun eða lok dags. Dýrin þoldu fituríka fæðið ef þau fengu að borða í byrjun dagsins en fengu alvarleg efnaskiptatengd vandamál ef þau fengu að borða skömmu fyrir svefninn. Ef hið sama á við um mannfólkið er ljóst að það gæti skipt miklu máli hvenær dagsins stórar máltíðir eru borðaðar. Með þessari rannsókn bætist við enn ein vísbendingin um að hollara sé að borða snemma dags frekar en seinna.

(International Journal of Obesity, 34: 1589-1598, 2010)