Fjölmargar konur taka getnaðarvarnarpilluna vegna þess að hún er þægileg og virkar vel. Hún getur þó haft neikvæð áhrif á árangur í ræktinn samkvæmt rannsókn sem gerð var við A&M háskólann í Texas. Pillan getur haft áhrif á mikilvæg hormón sem aftur hafa áhrif á kynlöngun, efnaskipti og nýtingu prótína. Rannsóknin gefur til kynna að konur sem taka pilluna bregðist ekki jafn vel við lóðaæfingum og þær sem taka hana ekki.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem fól í sér lóða- og tækjaæfingar í 10 vikur jókst vöðvamassi kvenna sem voru að taka pilluna 60% minna en hjá öðrum. Styrktaraukning þeirra sem tóku þátt í rannsókninni var hinsvegar svipuð. Konurnar sem tóku pilluna mældust með minna magn vefaukandi hormóna eins og vaxtarhormóns, IGF-1 og testósteróns.

(American Physiological Society annual Meeting, 17. apríl 2009)