Það hefur tæplega farið framhjá mörgum að mikið er skrifað um jákvæð áhrif fiskneyslu vegna Omega-3 fitusýra sem fiskur inniheldur og mikilvægi þeirra sem forvörn gegn hjartasjúkdómum.

Fiskur hefur ýmsa aðra kosti sem bæta heilbrigði. Fyrir skemmstu var birt rannsókn sem gerð var á þorskneyslu sem bendir til að þorskur minnki insúlínviðnám. Kanadísk rotturannsókn sem gerð var við Háskólann í Laval í Québec sýndi fram á að lax hefur jákvæð áhrif á insúlínviðnám en makríll og síld höfðu engin mælanleg áhrif. Laxinn dró sömuleiðis úr fitusöfnun.

Allar rannsóknirnar á fisktegundum gáfu til kynna að fiskneysla drægi úr ákveðnum bólgueinkennum sem bendlaðar eru við offitu og hjarta- og kransæðasjúkdóma.

(Metabolism, 60: 1122-1130, 2011)