Fat man profile view on grungy backgroundEfnahagslægðin í Bandaríkjunum er tilkomin af ýmsum orsökum, en offita er einn af þeim þáttum sem hafa aukið útgjöld hins opinbera. Þeir sem eru offeitir geta hugsað sem svo að það sé þeirra einkamál að vera feitir og það komi hinu opinbera og skattgreiðendum ekkert við, sem eflaust má færa rök fyrir að það geri ekki. Í sumum fylkjum hefur offitan hinsvegar aukist um 100% á síðastliðnum þremur árum og talið er að hið opinbera hafi þurft að greiða 40 milljarða dollara á síðasta ári vegna heilbrigðisvandamála sem rekja má til offitu. Sama þróunin er í gangi hér á landi, þó ekki liggi fyrir sambærilegar tölur. Offitan eykst með hverju árinu og þegar horft er yfir lengri tíma sést hve offita hefur tröllriðið öllu á tiltölulega stuttum tíma. Þróunin er jöfn og þétt og ekki er að sjá að við séum að sigrast á þessari þróun. Lausnin er einföld – borða hóflega, æfa mikið.

(USA Today, 14 maí, 2003)