Síðastliðin tvö ár hafa verið gerðar fimm rannsóknir sem hafa allar sýnt fram á jákvæð áhrif þess að drekka hitaeiningalitla drykki í stað máltíða. Þeir virka ágætlega til þess að losna við aukakílóin og halda þeim í skefjum. Í tveimur nýjustu rannsóknunum staðfestu Dr. Dan Rothacker og félagar og Dr. Judith Ashely að gildi fljótandi fæðubótardrykkja væri mikið til þess að léttast og viðhalda léttingu. Í fyrri rannsókninni léttust menn um 2,5 kg meira en viðmiðunarhópur sem var á hitaeiningalitlu mataræði. Í seinni rannsókninni léttust þeir sem drukku fæðubótardrykki einu sinni til tvisvar á dag í staðinn fyrir máltíðir um 12,5 kg að meðaltali á 12 mánuðum. Eitt það jákvæðasta við fæðubótardrykkina virtist vera það að þeir minna menn sífellt á að þeir eigi ekki að borða yfir sig.

 

(The Tan Sheet, 19 mars 2001)