Elma Grettisdóttir
Elma Grettisdóttir

Nafn: Elma Grettisdóttir
Fæðingarár:1984
Bæjarfélag: Kóp
Hæð: 164
Þyngd: 63
Keppnisflokkur: Fitness kvenna +163, Ólympíufitness kvenna
Heimasíða eða Facebook: http://eafitness.is
Atvinna eða skóli: Einkaþjálfari í World Class

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Hef haft áhuga á fitness síðan ég man eftir mér. Var búin að fylgja öllum mótum í 10 ár þangað til ég ákvað að taka sjálf þátt og fannst ég vera tilbúin (bæði andlega og líkamlega).
Finnst þetta ofboðslega heillandi sport á meðan forsendurnar eru réttar og gleðin við völd 🙂 Þetta á að vera skemmtilegt allt árið um kring, uppbygging, bætingar og niðurskurður að mínu mati er allt jafn skemmtilegt.

Keppnisferill:

Íslandsmeistaratitill Figure Fitness WBFF 2012 mitt fyrsta mót
Heimsmeistaramót Figure Fitness kvenna WBFF Toronto 2012
Íslandsmeistaratitill í Kraftliftingum 2008
Aflaunameistari KRAFT 2008
Þrekmeistarinn nokkrar keppnir.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Vaxtarvörur. Að mínu mati með bestu vörurnar, bestu þjónustuna og bestu verðin. Veit ekki hvar ég væri án þeirra.
Trimform Berglindar. Ólýsanlega frábært staður og mikill árangur sem ég hef náð hjá þeim.
Snyrtistofan Krisma. Vaxar líkamann.
Naglastúdíó Önnu Bellu – Love 4 nails. Góð vinkona mín sem sér um að gera neglurnar mínar fínar 🙂
Capilli hársnyrtistofa. Sólveig Thelma sér um að hafa hárið fínt og sér einnig um förðunina.
Eafitness.is. Fyrirtækið mitt ásamt Antoni Rúnarssyni. Þarna mótum við kroppa og undirbúum fleiri keppendur.
Minn helsti andlegi-stuðningsaðili er svo kærasti minn Anton Rúnarsson. Við mælum hvort annað vikulega og breytum áherslum ef svo þarf. Hann sér um að hrósa mér og peppa mig áfram 🙂

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Allt árið um kring lyfti ég 5-6x í viku.

Utan keppnistímabils: Vakna alltaf 5.15 og tek morgunbrennslur heima á skíðavélinni. 30-45mín 3-5x í viku.
Lyfti svo um daginn og tek 20 mín eftirbrennslu.

Innan keppnistímabilsins: Morgunbrennslur 7 daga vikunnar, 40-60mín.
Lyfti um daginn + 20 mín eftirbrennslur.
Kvöldbrennslur fyrir svefn detta svo inn ef þörf krefur þegar nær dregur móti, 30-60mín.
Passa að hlusta vel á líkamann og hvíli kvöldbrennslur ef ég finn að það er komin mikil þreyta.
Trimform Berglindar 4x í viku.

Hef þurft að sleppa fótaæfingum að mestu í undirbúning fyrir þetta mót til að ná að tóna niður lærin.

Annars skipti ég vikunni svona:
Mánudagur: Brjóst + axlir
Þriðjudagur: Bak
Miðvikudagur: fætur, áhersla á framanv.læri + rassv. + kálfa.
Fimmtudagur: Axlir
Föstudagur: Hendur
Laugardagur. Fætur. Áhersla á haminn + rassv.
Sleppi oftast kviðvöðvum því þeir finna vel fyrir því í gegnum þungu lyftingarnar.

Hvernig er mataræðið?

Mataræðið mitt í niðurskurði er frekar einfalt, ég vill hafa hlutina einfalda því það virkar best á mig.
Fituríkt, próteinríkt og lág kolvetna.

Megin uppistaða mataræðis í keppnisundirbúningi er:
100% mysuprótín
Haframjöl
Lax
Brokkolí
CLA
BCAA
Glutamín
Vitargo eða Dextrose
Red Weiler eða S.A.W. Pre – workout

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

100% mysuprótein frá Trec

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

100% mysuprótein
BCAA
Glutamine
Vitargo eða Dextrose
Red Weiler eða S.A.W. Pre – workout
CLA
Husk
D-vítamín
C-vítamín
Acidophilus
Grænt te
Magnesium

Seturðu þér markmið?

Mín markmið eru einfaldlega þau að taka almennilega á því á æfingum vitandi það að ég hafi gert mitt besta og sé að ná markverðum árangri. Svo passar maður uppá að æfingaprógrammið sé þannig sett upp að það sé að vinna með að móta líkamann svo hann samsvari sér sem best.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Hugsa jákvætt og vera fyrirmynd annarra.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Dana Linn Bailey

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Ennþá í uppáhaldi er hún Sif Garðars. Ég vona að hún dusti rykið af keppnisskónum og skelli sér á svið aftur 🙂

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Ég er algjör ræktar-remixafíkill. Skemmtilegt tempó og hvetur mig áfram. Ég hlusta ekki á lög í rólegri kantinum, það er alltaf partý hjá mér á æfingum 🙂

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Á meðan að þú hefur gaman af því sem þú ert að gera og stefna að, þá ertu í réttu sporti. Passaðu þig á því að vera ekki fórnarlamb, því þú ert að kjósa þetta sport af eigin forsendum.