Hættu að drekka sykursnauða diet-drykki með gervisykri ef þú vilt fá minna mittismál. Þeir sem venja sig á að drekka þessa gervisætudrykki blekkja bragðlaukana og auka ósjálfrátt ásókn í aðra drykki, sætindi eða mat. Samkvæmt rannsókn sem stóð í 12 ár og gerð var við Háskólann í Texas höfðu þeir sem drukku diet-drykki aukið mittismál sitt fimm sinnum meira en þeir sem ekki drukku diet-drykki. Þetta er talið stafa af því að bragðlaukarnir brenglast í kjölfar þess að hafa vanist sætum drykkjum. Þegar upp er staðið er hitaeininganeyslan meiri þrátt fyrir að sjálfir diet-drykkirnir innihaldi fáar hitaeiningar. Það er jú lokaniðurstaðan sem skiptir máli og því mæla niðurstöðurnar með því að reyna að komast hjá því að venjast sætindabragðinu. Mikill vill meira.

(Nutrition news)