Diacylglycerol (DAG) er í litlu magni í jurtaolíu. Þetta er einómettuð fita sem virðist draga úr magni transfitu samkvæmt niðurstöðum endurskoðun japanskra vísindamanna á ýmsum rannsóknum.

Nýjar vinnsluaðferðirgera kleift að framleiða mikið magn af DAG úr soja- og canolaolíu. Virkni DAG felst í að takmarka blóðsykursmyndun lifrarinnar og auka fitunotkun í vöðvavef.  Líkaminn á auðveldara með að nota DAG olíu sem orku heldur en aðrar olíur.
Japönsku vísindamennirnir bentu á að með því að nota DAG olíu í matreiðslu í staðinn fyrir hefðbundnar olíur var hægt að minnka transfitu um 50%. Fólk sem var á mataræði sem innihélt 30 g af DAG olíu notaði frekar fitu sem brennsluefni eftir máltíðir heldru en þeir sem fengu jafn mikið magn af olíum sem innihalda transfitu. Nú þegar er búið að markaðssetja DAG olíur og eru þær seldar t.d. undir vöruheitinu Enova.
 
(Biofactors, 35: 175-177, 2009)