Ein sígaretta getur orðið til þess að sumir verða strax háðir reykingum. Rannsókn sem gerð var í Nýja Sjálandi sýndi fram á að fólk sem reykti minna en eina sígarettu á mánuði viðurkenndi að það væri farið að langa til að reykja.

Gjarnan byrjar fólk að reykja út frá því að fikta. Fyrst með því að reykja eina og eina sígarettu með löngu millibili eða einungis við ákveðin tækifæri. Staðreyndin er sú að eftir því sem reykt er oftar eykst löngunin. Rannsóknir á ákveðnum genum hafa sýnt vísindamönnum fram á að sumir eru viðkvæmari fyrir því að fikta en aðrir. Til er gen sem kallað er CYP2A sem hefur það hlutverk að losa lifrina við nikótín. Þeir einstaklingar sem eru svo óheppnir að vera með eitt ákveðið afbrigði af þessu geni eru líklegri en aðrir til þess að verða háðir reykingum. Þeir sem hafa tvö ákveðin afbrigði af þessu geni eru þrefallt líklegri til þess að verða háðir reykingum. Fjöldi ensíma sem hafa það hlutverk í lifrinni að vinna úr nikotíni er minni hjá þeim sem eru með þessi afbrigði af geninu og því endis víman af völdum nikotínsins lengur hjá þeim.