Bekkpressan er líklega ein vinsælasta æfingin meðal þeirra sem leggja áherslu á lóðin í ræktinni. Hún er ágætur mælikvarði á styrk og er góð alhliða æfing fyrir efri hluta líkamans. Gallinn er sá að flestir sem stunda bekkpressu til lengri tíma geta endað á að lenda í vandræðum með axlameiðsli vegna rangrar tækni. Tíðni axlameiðsla er há meðal þeirra sem taka hana með þyngdir að leiðarljósi og margir enda á að þurfa að fara í skurðaðgerð.

Bekkpressa og axlavandamál

Það eru bólgur í pectoralis minor vöðvanum sem eru oft vandamálið. Þessi litli þunni vöðvi er þríhyrningslaga og liggur undir stærsta axlavöðvanum inn á rifbeinin í efri hluta brjóstkassans. Helsta hlutverk hans er að snúa herðablaðinu en sú hreyfing er mjög mikilvæg í bekkpressulyftunni, armbeygjum og skriðsundi svo dæmi sé tekið. Við mikið álag geta myndast bólgur í vöðvanum og einu aðferðirnar sem duga til að ná bata eru hvíld og teygjur.

Rétt tækni í bekkpressunni myndar síður álag á axlirnar og efri hluta brjóstsins þrátt fyrir miklar þyngdir. Mikilvægast er að svindla ekki tæknilega séð í bekkpressunni  vegna þess að algengasta orsök meiðsla er notkun of mikilla þyngda sem leiða til þess að stöngin fer ójafnt upp. Mismunandi álag á axlir og handleggi í lyftunni getur valdið skaða. Hægt er að æfa af krafti og taka vel á án þess að þurfa að svindla, enda er svindl sem felst í fettum og annarlegri tækni fyrst og fremst merki um að komið sé handan við getu í þyngdum.

(British Journal Sports Medicine, 41:e11)