BjórvömbÞeir sem fara í hjáveituaðgerð á maga geta átt von á að léttast um 30-40% líkamsþyngdar. Fjölmargir þyngjast hinsvegar aftur þegar til lengri tíma er litið. Vísindamenn við Þyngdarstjórnunarmiðstöð sjúkrahússins í Massachusetts sem rannsökuðu mýs komust að því að rekja má stóran hluta léttingarinnar í kjölfar hjáveituaðgerðar til breytinga á bakteríusamsetningunni í meltingarveginum. Mýsnar sem bakterían var sett í léttust þrátt fyrir að hafa ekki farið í skurðaðgerðina. Hugsanlegt er því að ástæðan fyrir því að fólk þyngist aftur liggi að hluta til í því að þegar til lengri tíma litið aðlagist bakteríuflóran í meltingarveginum breyttum aðstæðum.

(ScienceNews, 4. maí 2013)