Æfingar og hreyfing gera æðar líkamans heilbrigðari, sveigjanlegri og síður líklegri til að verða fyrir sjúkdómum. Blóðæðar eru annað og mun meira en pípulagnir líkamans sem senda blóð á milli líffæra. Þær eru lifandi og virkar í að verja líkamann gegn sjúkdómum og stilla blóðflæði. Innan á æðaveggjunum eru innþekjufrumur sem gefa frá sér efnið nituroxíð sem stjórnar slökun æðaveggjana þegar hjartað þarf að fá meira blóðflæði. Við höfum vitað árum saman að regluleg líkamsrækt hindrar fitusöfnun í æðum hjartans en nú vitum við líka að líkamsrækt í formi hreyfingar af ýmsu tagi hefur mikið að segja um heilbrigði innþekjufrumna í æðaveggjum.

Vísindamenn við háskólann í Pittsburg komust að því að fólk sem æfir í um hálftíma þrisvar til fimm sinnum í viku er með sveigjanlegri æðar en kyrrsetufólk. Það er því gott fyrir æðakerfið að stunda ræktina reglulega.

(New York Post, vefútgáfa)