Vaxmadur002Hrörnunarsjúkdómar á borð við hjartasjúkdóma og krabbamein eiga eitt sameiginlegt. Með því að draga úr sumum áhættuþáttum hjartasjúkdóma er um leið dregið úr áhættuþáttum blöðruhálskirtilskrabbameins. Áhættuþættirnir eru hár blóðþrýstingur, mikikl blóðfita, ójafnvægi í blóðsykri, reykingar og kviðfitusöfnun. Jákvæð áhrif hreyfingar og æfinga kann að felast í virkjun gena sem hamla framþróun krabbameina eða hamla framgöngu þessara sjúkdóma á annan hátt. Vísindamenn hafa í auknum mæli verið að koma auga á að æfingar hafa mikið að segja við að efla efnaskiptaheilsu sem er lykillinn að því að forðast hjartasjúkdóma og blöðruhálskirtilskrabbamein.

(Harvard Health Newsletter, 1. júlí 2012)