Efnaskiptasjúkdómar er samheiti yfir nokkra sjúkdóma á borð við háþrýsting, insúlínviðnám (hár blóðsykur í föstu) kviðfitusöfnun og óeðlilega mikla blóðfitu. Einn eða fleiri sjúkdómar geta herjað á sama einstaklinginn á sama tíma en margir hættulegir sjúkdómar flokkast til efnaskiptasjúkdóma. Efnaskiptasjúkdómar auka hættuna á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, sykursýki og ákveðnum tegundum krabbameina. Talið er að tíðni efnaskiptasjúkdóma meðal almennings sé um 34% og eykst með aldri.

Efnaskiptasjúkdómar eru í sumum tilfellum einskonar lífsstílssjúkdómar og því er hægt að vinna gegn þeim með æfingum, hreyfingu og mataræði. Æfingar og mataræði hafa gagnast best samkvæmt rannsóknum. Ricardo Mora-Rodriques og félagar við Castilla-La Mancha háskólann á Spáni komust að því að blanda hlébundinnar þolþjálfunar og niðurskurðar í hitaeiningum hafði jákvæð áhrif á líkamsþyngdarstuðul, fitu á kviðsvæði, hemoglobin A1C gildi sem segir til um blóðsykurstjórnun, kólesteról, LDL (vonda) kólesterólið, súrefnisupptöku, æfingagetu og fjölda annarra áhættuþátta gagnvart efnaskiptasjúkdómum. Í rannsókninni voru bornir saman tveir hópar aldraðra einstaklinga.

Annar hópur sem stundaði æfingar og fór á hitaeiningalítið matræði sýndi einnig framfarir gagnvart fjölda áhættuþátta.

Efnaskiptasjúkdómar eru alvarlegt heilbrigðisvandamál sem þarf að takast á við með breytingum á lífsstíl, æfingum og mataræði.
(International Journal Sports Medicine, vefútgáfa 14. desember 2015)