Kona með ketilbjöllurSerótónín leikur mikilvægt hlutverk í heilanum og miðtaugakerfinu og getur haft mikil áhrif á líðan, skapferli, þreytutilfinningu og frammistöðu í æfingum. Líkaminn framleiðir serótónin í átökum og hreyfingu. Skortur á serótóníni veldur þreytutilfinningu og drunga en samkvæmt kóreanskri rannsókn tóku rottur sem höfðu verið gerðar þunglyndar gleði sína á ný eftir æfingar þökk sé auknu serótóníni. Rotturnar sem voru látnar hreyfa sig voru síður áhyggjufullar og þunglyndar í samanburði við aðrar. Vísindamennirnir halda því fram að þolæfingar virki á sambærilegan hátt og þunglyndislyf. Það gerist því sífellt algengara að sálfræðingar mæli með æfingum og hreyfingu sem vopn gegn þunglyndi og drunga.
(International Neurology Journal, 19: 27-33, 2015)