Baráttan við að halda í vöðvamassa í niðurskurði
ágú21

Baráttan við að halda í vöðvamassa í niðurskurði

Þegar kílóunum fer að fækka er óhjákvæmilegt að missa vöðvamassa. Það er nánast óhugsandi að léttast eitthvað að ráði án þess að vöðvamassinn rýrni. Eric Helms við Tækniháskólann í Auckland á Nýja Sjálandi og félagar mælir með ákveðnu samblandi af styrktar- og þolæfingum til að lágmarka vöðvarýrnun í niðurskurði. Hann mælir með að æfa hvern vöðvahóp um það bil tvisvar í viku og taka 40-70 endurtekningar fyrir hvern vöðvahóp....

Lesa meira
Hugsanlega hægt að framleiða mjólk án kúa í framtíðinni
mar12

Hugsanlega hægt að framleiða mjólk án kúa í framtíðinni

Mjólk er næringarrík og inniheldur mikið af prótínum, fitusýrum og kolvetnum og leikur þannig stórt hlutverk í næringu heimsins. Þeir sem drekka mjólk virðast frekar halda aukakílóum í skefjum og þegar komið er fram á efri ár leggur prótínið í mjólkinni sitt af mörkum til að viðhalda vöðvamassa og halda þannig vöðvarýrnun í skefjum. Grænmetisætur sætta sig við staðgengla mjólkur sem er sojamjólk og fleiri tegundir sem munu seint taka...

Lesa meira
Eiga karlar auðveldara með að losna við aukakílóin en konur?
mar11

Eiga karlar auðveldara með að losna við aukakílóin en konur?

Það er algeng mýta að karlar eigi auðveldara með að léttast og losna við aukakílóin en konur. Karlar og konur fara eftir sömu lögmálum hvað þetta varðar að því gefnu að orkueyðsla sé sambærileg. Það er breytilegt hvernig konur og karlar bregðast við æfingum en mismunurinn þar á felst mest í mismunandi matarlyst og mataræði fremur en breytileika í efnaskiptum eftir æfingar. Mestu skiptir að mæla vöðva- og fituhlutfall til að meta...

Lesa meira
Koffín dregur úr hungurtilfinningu eftir strangt mataræði
mar10

Koffín dregur úr hungurtilfinningu eftir strangt mataræði

Eftir strangan niðurskurð í mataræði fer líkaminn á vissan hátt í vörn. Efnaskipti hægja á sér með það að markmiði að halda lífi á tímum niðurskurðar, sults og seyru. Þetta er viðbragðskerfi sem þróast hefur í gegnum árþúsundin sem hefur það markmið að bjarga okkur frá því að svelta í hel. Þegar við sveltum eykst matarlystin. Tilgangur líkamans með því að auka matarlystina er að reka okkur af stað til að redda mat til að halda lífi....

Lesa meira
Beint samband á milli gervisætuefna og offitu
mar09

Beint samband á milli gervisætuefna og offitu

Ísland er feitasta Norðurlandaþjóðin. Offita hefur farið vaxandi hér á landi eins og reyndar í hinum löndunum líka en einhverra hluta vegna gerum við ekkert með hangandi hendi og er þar söfnun aukakílóa engin undantekning. Þar af leiðandi eiga megrunarkúrar vinsældum að fagna. Gervisætur hafa spilað óþarflega stórt hlutverk hjá þeim sem vilja losna við aukakílóin en þrátt fyrir að sykurlausir drykkir hafi komið fram á sjónarsviðið á...

Lesa meira
Karlar borða meira vegna svefnleysis en konur
feb09

Karlar borða meira vegna svefnleysis en konur

Löngun í mat eykst þegar þú sefur ekki nægilega mikið. Þannig stuðlar óreglulegur svefn að offitu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskólann í Pennsylvaníu í Filadelfíu eykur svefnleysi matarlyst meira hjá karlmönnum en konum. Sjálfstjórnin virðist minnka þar sem megnið af hitaeiningunum sem rekja má til svefnleysis koma úr eftirréttum, sósum og söltuðu snakki. Það er vel þekkt að til þess að ná árangri í ræktinni, sérstaklega með...

Lesa meira
Þeir sem borða hægar borða minna
jan31

Þeir sem borða hægar borða minna

Líklega hefur mamma þín haft vit fyrir þér þegar hún sagði þér að borða hægar þegar þú varst að háma í þig eitthvað góðgæti við eldhúsborðið. Meltingin verður betri þegar við borðum hægt og við finnum síður fyrir hungurtilfinningu. Meena Shah og félagar við Kristniháskólann í Texas komst að því að ef fólk fékk að borða hvað sem er borðuðu þeir sem borðuðu hægt færri hitaeiningar en þeir sem voru að flýta sér. Sú var hinsvegar ekki...

Lesa meira
Fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl offitu og gosdrykkja
jan30

Fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl offitu og gosdrykkja

Vísindamenn rannsökuðu rúmlega 200 manns út frá hegðunarmynstri þeirra við val á fæðutegundum og drykkjum í sjálfsölum yfir þriggja daga tímabil. Yngra fólk drakk mikið af gosdrykkjum og borðaði sykraðar fæðutegundir og borðaði þannig fleiri hitaeiningar yfir daginn. Heildarneysla hitaeininga tengdist ekki þyngdarbreytingum eða blóðsykursveiflum til lengri tíma litið en hinsvegar voru tengsl á milli gosdrykkjaneyslu, of margra...

Lesa meira

fitness.is á Facebook!

Með því að læka fitness.is færðu af og til statusa með fréttum og fróðlegum greinum á Facebook.

Powered by WordPress Popup