C og E vítamín koma í veg fyrir að streita dragi úr testósterónframleiðslu
okt22

C og E vítamín koma í veg fyrir að streita dragi úr testósterónframleiðslu

Við erum undir miklu álagi meira eða minna alla daga sem veldur streitu. Hvort sem álagið er andlegt eða líkamlegt bregst líkaminn við með því að framleiða streituvaldandi hormón á borð við cortisol eða noradrenalín. Það er eðlilegt að líkaminn framleiði þessi hormón undir álagi en ekki jafn eðlilegt að álagið sé langvarandi eins og algengt er í hinu streituvaldandi þjóðfélagi sem við þekkjum í dag. Þessi hormón valda því að líkaminn...

Lesa meira
Gamall og nýr sannleikur um mettaða fitu og mjólkurvörur
okt21

Gamall og nýr sannleikur um mettaða fitu og mjólkurvörur

Undanfarin 35 ár hafa næringarfræðingar mælt eindreigið gegn neyslu á mettuðu fitusýrum og feitum mjólkurvörum um leið og mælt hefur verið með aukinni neyslu á kolvetnaríkum fæðutegundum og fjölómettuðum fitusýrum. Snemma á síðasta ári var birt niðurstaða úr safngreiningarrannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður 44 rannsókna sem höfðu áður verið birtar í læknisfræðiritinu Annals of Internal Medicine. Ekki var hægt að sjá að...

Lesa meira
Ein æfingalota eykur ekki matarlyst
okt16

Ein æfingalota eykur ekki matarlyst

Sumir ráðgjafar hafa haldið því fram að hreyfing og æfingar hafi takmörkuð áhrif á léttingu vegna þess að æfingarnar auki matarlyst sem hvort eð er valdi svipaði þyngingu og léttingin í kjölfar brennslunnar. Catia Martins er norskur vísindamaður sem ásamt félögum sínum komst að þeirri niðurstöðu eftir ítarlega rannsókn að hvorki ákafar né hóflegar æfingar stuðli að aukinni matarlyst. Rannsóknin sem Catia stóð fyrir fólst í að rannsaka...

Lesa meira
Gen hafa mikið að segja um líkurnar á offitu
okt15

Gen hafa mikið að segja um líkurnar á offitu

Bandarísku læknasamtökin skilgreindu offitu sem sjúkdóm árið 2013. Um 95% þeirra sem léttast eru orðin jafn þung innan árs. Það hefur gengið erfiðlega að eiga við offitu og aukakíló enda virðast þessi vandamál hafa mikið viðnám gagnvart öllum skyndilausnum. Mataræði og hreyfing hefur mjög mikið að segja um það hversu auðveldlega fólki gengur að eiga við aukakílóin. Það virðist þó þurfa að horfa meira til líffræðilegra þátta eins og...

Lesa meira
Lyf getur örvað brúnu fituna
okt15

Lyf getur örvað brúnu fituna

Venjuleg hvít fita er einskonar orkuforði fyrir líkamann. Hún geymir orku sem á að nýtast okkur þegar harðnar á dalnum. Brún fita er hinsvegar vefur sem breytir orku í hita. Afar lítið er af brúnni fitu í líkamanum í samanburði við hvítu fituna og einnig mjög persónubundið hversu mikið er af henni. Brúna fitan er því öfugt við hvítu fituna að eyða orku í stað þess að geyma. Fram til þessa hafa vísindamenn talið að brúna fitan hafi...

Lesa meira
Auglýsingaskrum í kringum kókoshnetuolíu
okt13

Auglýsingaskrum í kringum kókoshnetuolíu

Kókoshnetuolía er einskonar tískufyrirbæri í dag sem öllu á að bjarga. Reyndar er það svo að það er einkennandi fyrir umræðuna um næringarfræði sem birtist í líkamsræktartímaritum að oftar en ekki er einhver ein fæðutegund eða einn megrunarkúr sem er í sviðsljósinu í ákveðinn tíma. Fæðutegundir eiga margar sínar kortersfrægð eins við mannfólkið. Núna er það kókoshnetuolía sem er í sviðsljósinu. Fullyrt er víða í umfjöllun um olíuna að...

Lesa meira
Minni orka á kolvetnalágu mataræði
okt13

Minni orka á kolvetnalágu mataræði

Það freistar margra að fara á kolvetnalágt mataræði að vísbendingar eru um að fyrstu sex mánuðina léttist fólk örlítið meira en á hefðbundnu blönduðu mataræði. Íþróttamenn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara á kolvetnalágt mataræði því margt bendir til að það séu mistök. Allar rannsóknir síðan 1960 hafa sýnt fram á að kolvetni eru aðal orkugjafi líkamans þegar átök fara yfir 65% af hámarksátaki. Þol minnkar töluvert á...

Lesa meira
Fornsteinaldarfæðið ekki endilega heppilegt
okt11

Fornsteinaldarfæðið ekki endilega heppilegt

Paleo-mataræði eða réttu nafni fornsteinaldarfæði hefur fengið ítarlega umfjöllun í fjölmiðlum að undanförnu sem enn ein lausnin á skyndibitalífsstílnum. Kenningin er sú að það sé hollt fyrir nútímamanninn að borða sama mataræði og mannkynið hefur borðað síðustu árþúsundir í þróunarsögunni. Er þá horft til fornsteinaldar áður en maðurinn hóf akuryrkju og landbúnað. Fornsteinaldarfæðið byggðist á að maðurinn var á þessum tíma safnari...

Lesa meira