173 keppendur frá 14 æfingastöðvum víðsvegar af landinu tóku þátt í bikarmóti Þrekmeistarans um helgina. Sveinbjörn Sveinbjörnsson sló fimm ára gamalt met Pálmars Hreinssonar. Sveinbjörn fór brautina á 15:33:03 og bætti met Pálmars um 5 sekúndur.

Liðið Nöldur og Nagg sem samanstendur af 39 ára og eldri keppendum sló sömuleiðis eigið met í þeim flokki og fór brautina á 13:54:52.

Kristjana Hildur Gunnarsdóttir frá Lífsstíl í Keflavík sigraði í kvennaflokki á tímanum 15:47:90, en þetta er áttunda þrekmeistaramótið í röð sem hún sigrar sinn flokk. Haldin eru tvö Þrekmeistaramót á ári og Kristjana hefur sigrað öll sín mót frá því haustið 2005. Í þetta skiptið var hún um 10 sekúndum frá því að bæta eigið Íslandsmet. Einungis 40 sekúndum á eftir Kristjönu kom Ingunn Lúðvíksdóttir frá Sporthúsinu sem veitti henni verðuga keppni. Í flokki kvenna 39 ára og eldri sigraði Þuríður Árdís Þorkelsdóttir á tímanum 19:08:52.

Liðið Bold and the beautiful frá Boot Camp sigraði í liðakeppni karla á tímanum 12:31:77 og á hæla þeirra kom liðið 5tindar sem sömuleiðis er frá Boot Camp á tímanum 12:37:85. Liðið Nöldur og nagg frá Vaxtarræktinni á Akureyri varð í þriðja sæti á tímanum 13:54:52 en liðið keppti einnig í flokki 39 ára og eldri og sigraði þann flokk á nýju Íslandsmeti. Í öðru sæti í liðakeppni karla 39 ára og eldri varð liðið OldFit49ers frá Sporthúsinu á tímanum 16:31:55 og í þriðja sæti urðu Fylgifiskarnir á tímanum 16:56:53.
Alls kepptu 17 lið í liðakeppni kvenna og var því mikil spenna í loftinni þegar þær hófu keppni. Liðið 5 fræknar frá Lífsstíl í Keflavík sigruðu á tímanum 14:07:43, en á eftir þeim komu Trilltu tútturnar frá Boot Camp á tímanum 15:11:52, en í þriðja sæti varð liðið Boot Camp Akureyri frá Átaki á tímanum 15:17:45. Í liðakeppni kvenna yfir 39 ára sigraði liðið Scitec 1 frá Vaxtarræktinni á Akureyri á tímanum 17:03:24. Í öðru sæti varð liðið Thirty Nine á tímanum 17:52:14 og Leifarnar urðu í þriðja sæti á tímanum 19:09:53.
Í flokki karla yfir 39 ára fór Þorsteinn Hjaltason frá Vaxtarræktinni á Akureyri á tímanum 17:00:17 sem er einni sekúndu frá tíma bróður hans Jóns Hjaltasonar. Þeir bræður munu því eflaust teljast jafnir í þessari keppnisgrein en tæpara getur það varla orðið. Guðlaugur B. Aðalsteinsson æfingafélagi þeirra bræðra varð í öðru sæti á tímanum 17:43:04 og Leifur Geir Hafsteinsson frá Crossfit Sport varð þriðji á tímanum 17:48:38.
Rétt rúmlega ein mínúta skildi að fyrstu fjögur sætin í flokki kvenna 39 ára og eldri. Þuriður Árdís Þorkelsdóttir frá Lífsstíl í Keflavík sigraði á tímanum 19:08:52, en nafna hennar Þuríður Guðbjörnsdóttir varð önnur, fjórum sekúndum á eftir henni með tímann 19:12:89. Jóna Sigurðardóttir varð þriðja á tímanum 20:11:21.

Einstaklingsflokkur kvenna opinn

1 15:58:47 Kristjana Hildur Gunnarsdóttir Lífsstíll

2 16:38:53 Ingunn Lúðvíksdóttir Sporthúsið

3 17:42:40 Kristín D. Kristjánsdóttir Sporthúsið

4 18:43:41 Helena Ósk Jónsdóttir Lífsstíll

5 19:08:52 Þuríður Árdís Þorkelsdóttir Lífsstíll Keflavík

6 19:12:89 Þuríður Guðbjörnsdóttir Íþróttamiðsöð Ólafsfjarðar

7 19:21:42 Ásta Ósk Stefánsdóttir Boot Camp

8 19:34:62 Hildur Edda Grétarsdóttir Boot Camp

9 20:11:21 Jóna Sigurðardóttir Sporthúsið

10 20:37:08 María Hreinsdóttir Sporthúsið

11 21:19:11 Alda Bragadóttir Sporthúsið – Crossfit

12 21:25:91 Karítas Þórarinsdóttir Boot Camp

13 22:46:87 Soffía Lárusdóttir Crossfit – Sporthúsið

14 24:38:56 Hrund Sigurðardóttir World Class Laugar

15 25:32:79 Harpa Ýr Hilmarsdóttir Bjarg Akureyri

16 26:56:00 Hrafnhildur Arnardóttir Boot Camp

16 27:42:65 Þórdís Jóna Sigurðardóttir Sporthúsið

17 28:24:46 Fanney Úlfljótsdóttir World Class Laugum

 

Einstaklingsflokkur kvenna 39 ára +

1 19:08:52 Þuríður Árdís Þorkelsdóttir Lífsstíll Keflavík

2 19:12:89 Þuríður Guðbjörnsdóttir Íþróttamiðsöð Ólafsfjarðar

3 20:11:21 Jóna Sigurðardóttir Sporthúsið

4 20:37:08 María Hreinsdóttir Sporthúsið

5 26:56:00 Hrafnhildur Arnardóttir Boot Camp

6 27:42:65 Þórdís Jóna Sigurðardóttir Sporthúsið

7 28:24:46 Fanney Úlfljótsdóttir World Class Laugum

 

Einstaklingsflokkur karla – opinn

1 15:33:03 Sveinbjörn Sveinbjörnsson Bootcamp

2 16:21:56 Aðalsteinn Sigurkarlsson Vaxtaræktin Akureyri

3 16:28:59 Ómar Ómar Ágústsson Bootcamp

4 16:51:61 Hilmar Þór Ólafsson world class

5 17:00:17 Þorsteinn Hjaltason Vaxtaræktin

6 17:06:69 Vikar Sigurjónsson Lífsstíll Reykjanesbæ

7 17:15:78 Evert Víglundsson world class crossfit

8 17:43:04 Guðlaugur B. Aðalsteinsson Vaxtarræktin

9 17:48:38 Leifur Geir Hafsteinsson CrossFit Sport

10 17:58:15 Leifur Dam Leifsson Boot Camp

11 18:28:73 Hilmar Þór Harðarson Sporthúsið

12 18:30:63 Unnsteinn Jónsson Bjarg

13 19:02:29 Óttar Þórarinsson World Class

14 19:08:04 Birgir Skúlason Bootcamp

15 19:24:08 Pétur Haukur Jóhannesson World Class/Mjölnir

16 19:27:57 Drengsson BOOT CAMP

17 20:59:27 Garðar Hólm Birgisson World Class

18 21:11:53 Kristinn Freyr Guðmundsson Heilsuakademían

19 21:14:87 Kári Walter Margrétarson Vaxtarræktin

20 21:51:43 Birgir Hrafn Hafsteinsson CrossFitSport

21 22:34:73 Bjarni Kristjánsson Lífsstíll

22 23:15:03 Bjartmar Sveinbjörnsson Bootcamp

23 23:15:97 Bjarni Stefán Gunnarsson World Class

24 23:20:00 Unnar Helgason One Core

25 25:58:33 Árni Þór Jónsson Crossfit Iceland

26 26:34:56 Kolbeinn Gunnarsson Sporthúsið

 

Einstaklingsflokkur karla 39 ára +

1 17:00:17 Þorsteinn Hjaltason Vaxtaræktin

2 17:43:04 Guðlaugur B. Aðalsteinsson Vaxtarræktin

3 17:48:38 Leifur Geir Hafsteinsson CrossFit Sport

4 18:28:73 Hilmar Þór Harðarson Sporthúsið

5 18:30:63 Unnsteinn Jónsson Bjarg

6 19:08:04 Birgir Skúlason Bootcamp

7 22:34:73 Bjarni Kristjánsson Lífsstíll

8 26:34:56 Kolbeinn Gunnarsson Sporthúsið

 

Liðakeppni kvenna

1 14:07:43 5 fræknar Lífsstíll

2 15:11:92 Trilltu tútturnar Boot Camp

3 15:17:45 Boot Camp Akureyri Átak

4 15:23:33 Bjarg Bjarg

5 15:26:84 CrossFitbomburnar Sporthúsið-Cossfit

6 16:40:14 Scitec 2 Vaxtarræktin

7 16:46:09 Stinnar kinnar Sporthúsið

8 17:03:24 Scitec 1 Vaxtarræktin

9 17:18:71 Sportpúkarnir Sporthúsið

10 17:23:71 Dramadrottningarnar Heilsuakademían

11 17:52:14 Thirty nine Lífstíll Keflavík

12 17:53:88 4u2nv Sporthúsið

13 18:13:54 Gyðjurnar Stúdíó Fitt

14 18:41:06 SportDívurnar Sporthúsið

15 19:09:53 Leifarnar Sporthúsið

16 19:37:59 Sporttuðrur Sporthúsið

17 20:29:04 Dætur Skallagríms Heilsuakademían

 

Liðakeppni kvenna 39 ára +

1 17:03:24 Scitec 1 Vaxtarræktin

2 17:52:14 Thirty nine Lífstíll Keflavík

3 19:09:53 Leifarnar Sporthúsið

 

Liðakeppni karla

1 12:31:77 Bold and the beautiful Bootcamp

2 12:37:85 5Tindar Boot Camp

3 13:54:52 Nöldur og Nagg Vaxtarræktin

4 14:26:29 Bjarg Bjarg Akureyri

5 16:31:55 Old Fit 49ers Crossfit-Sporthúsið

6 16:56:53 Fylgifiskar Sporthúsið

7 16:57:52 Young Guns Heilsuakademían

8 17:42:37 Old Spice Heilsuakademían

9 20:09:94 Kúbeinin Boot Camp