Undanfarin ár hafa fjölmargar rannsóknir snúið að því að meta hvenær best sé fyrir líkamsræktarfólk að fá prótín til að hámarka vöðvauppbyggingu. Almennt hefur líkamsræktarfólk gengið út frá þeirri viðteknu skoðun sem haldið hefur verið á lofti að að það taki líkamann þrjá klukkutíma að vinna úr og nýta sér um 30 g af prótíni.  Það stoði því lítið að borða mikið meira magn prótíns í einum skammti. Ennfremur er algengt að gengið sé út frá að best sé að fá prótín stuttu fyrir eða eftir æfingu til að hámarka nýmyndun vöðva.
Safngreiningarrannsókn sem framkvæmd var af Brad Schoenfeld og félögum við Lehman háskólann í New York sýndi fram á að samspil æfinga og heildarmagns prótíns hafði meira að segja um nýmyndun prótína í líkamanum en nákvæm tímasetning þess hvenær prótínið var borðað.
(Journal International Society Sports Nutrition, 10: 53, 2013)