verkjalyf, bólgueyðandi,

Samkvæmt rannsókn sem gerð var við McMasterháskólann og Háskólann í Waterloo í Ontario í Kanada stuðlar þjálfun að uppgjöf að vöðvauppbyggingu óháð því hvaða þyngd er notuð. Í rannsókninni kom einnig í ljós að hormónabreytingar í kjölfar æfinga höfðu engin áhrif á nýmyndun vöðva.

Vel þjálfaðir vaxtarræktarmenn tóku þátt í 10 vikna æfingakerfi þar sem þeir tóku annað hvort margar endurtekningar og léttar þyngdir eða fáar endurtekningar og miklar þyngdir. Báðir hóparnir æfðu fram að uppgjöf í fótapressu, bekkpressu, fótabekk fyrir framan og axlapressu.

Þeir sem æfðu þungt bættu sig mest í bekkpressu en nýmyndun vöðva og styrktaraukning í öðrum æfingum var eins hjá hópunum.

Rannsóknin þykir sýna að það sé mikilvægara að æfa fram að uppgjöf en að taka miklar þyngdir til að byggja upp vöðva í tveggja og hálfs mánaða æfingakerfi.
(Proceedings of the Physiological Society, 35:C04, 2016)