Myndakaup

Myndir til einkanota og prentunar

Keppendum er velkomið að nota myndir af sjálfum sér sem birtar eru á fitness.is til einkanota fyrir sinn eigin Facebook vegg eða blogg án greiðslu. Þær myndir henta ágætlega á vef, en hinsvegar ekki til prentunar. Keppanda er einungis heimilt að birta myndir af sjálfum sér á vef án greiðslu, ekki öðrum keppendum.

Hægt er að kaupa myndir til einkanota í hærri upplausn sem henta til prentunar gegn hóflegu gjaldi. Keppendur vilja hugsanlega nota tækifærið og eignast mynd af sjálfum sér í alvöru upplausn til prentunar þar sem gemsa- eða vefmyndir gagnast oftast ekki til prentunar á stórum myndum.

Þegar mynd er keypt er hægt að hlaða niður fullri stærð og sér þá kaupandinn sjálfur um að prenta myndina í þeirri stærð sem óskað er. Þrátt fyrir haug af myndum á vefnum, þá eru þær oftast einungis í skjáupplausn og það getur verið sniðugt að eiga mynd af sér eftir nokkra áratugi í almennilegum gæðum.

Myndir sem keyptar eru á fitness.is eru einungis seldar til einkanota, ekki til fyrirtækja né fjölmiðla. Einkanot telst að prenta út eitt eintak til eigin nota.

Oops! This page usually displays details for image purchases, but you have not ordered any images yet. Please feel free to continue browsing. Thanks for visiting.