maturkjot340Matarlyst er lykilatriði þegar ætlunin er að létta sig. Að meðaltali brennir meðalmaðurinn 10 hitaeiningum á mínútu í almennum æfingum. Æfingar stuðla einar og sér að léttingu og flestir losna við mörg aukakílóa bara við það eitt að bæta við sig æfingum. Ef ekkert gerist í eldhúsinu heima þegar að matarlyst kemur er hinsvegar hætt við að árangurinn sem þakka má æfingunum verði minni en annars. Það verður að fækka hitaeiningum í gegnum mataræðið ef ætlunin er að léttast. Æfingar hafa áhrif á mataræðið og hrikalegar æfingar sem vara í marga klukkutíma örva tvímælalaust matarlystina. Samkvæmt Ástralskri rannsókn er fólk síður svangt eftir þolæfingar en styrktaræfingar þar sem þolæfingarnar virðast draga frekar úr hungurtilfinningu en styrktaræfingarnar.
(Metabolism, vefútgáfa 6. september 2012)