Sigurbjörn Ingi Guðmundsson
Sigurbjörn Ingi Guðmundsson

Viðtal við Sigurbjörn Inga Guðmundsson: Íslandsmeistarinn í fitness, Sigurbjörn Ingi Guðmundsson og unnusta hans Rakel Björk Gunnarsdóttir eignuðust stúlkuna Emilíu Eyr fyrir skömmu. Sigurbjörn sem býr í Borgarnesi ásamt kærustunni var tekinn tali eftir íslandsmótið þegar hann var nýbakaður pabbi.

Hvernig lagðist sigurinn í þig?
Það var góð tilfinning að standa efst á palli og hafa unnið þetta “með réttu”.

Var undirbúningurinn erfiður?
Nei, ekki svo mjög. Þetta gekk svipað fyrir sig og síðast. Það er erfiðast fyrst þegar byrjað er að skera en svo fer þetta að ganga eðlilega fyrir sig.

Hvernig leggst það í þig að fara erlendis að keppa þar sem keppt er m.a. í danslotu?
Mér líst vel á það. Þetta er í sjálfu sér ákveðin áskorun fyrir mig. Þetta er náttúrulega í fyrsta skipti sem karl-keppandi á möguleika á því,  en hvort ég geti undirbúið danslotu nægilega vel á þessum tíma veit ég ekki. Það er eitthvað sem ég á eftir að meta.