Þú ert kannski ekki spikfeit, heldur það sem kallast þybbin. En er hægt að vera með slatta af aukakílóum og vera samt sem áður í góðu líkamlegu formi hvað þol og hreysti varðar? Ætla má að þú sért of þung ef fi tuhlutfallið er á bilinu 25  30%. Ef það er meira en 30% heitir það að vera feit.Offita er orsök óteljandi heilbrigðisvandamála. Það að vera með nokkur aukakíló þarf hinsvegar ekki að hafa neikvæð áhrif á heilsuna ef efnaskipti og þol eru í góðu lagi. Æfingar geta hjálpað mikið í slíkum tilfellum. Eftir því sem aukakíóunum fjölgar er þó líklegra að vandamálunum fjölgi. Fólk sem er of þungt en stundar einhverjar æfi ngar er gjarnan með eðlilegan blóðþrýsting, kólesteról og blóðsykur. Gallinn er hinsvegar sá að margir eru of þungir einfaldlega vegna þess að þeir stunda litla eða enga hreyfi ngu né æfi ngar. Þeir sem eru of þungir ættu því að drífa sig í að stunda æfi ngar af einhverju tagi og borða hollari mat vegna þess að þó þeir séu of þungir geta þeir bætt heilsuna verulega með því að stunda hreyfingu.