Þessa dagana eru keppendur á fitnessmótum að byrja að huga að undirbúningi fyrir Íslandsmótið í fitness sem fer fram um páskana. Mótið fer fram 29. mars sem er skírdagur. Reiknað er með að keppt verði í karlaflokkum fyrri daginn og kvennaflokkum seinni daginn. Að þessu sinni fer mótið fram á einum degi, ekki tveimur eins og verið hefur. Dagskráin verður því þétttskipuð á keppnisdaginn.

Niðurskurður nálgast

Frá áramótum eru rúmar 12 vikur í mótið en algengt er að keppendur taki um 12 vikur í niðurskurð. Það eru því margir sem hefja nýtt ár á að skera niður mataræðið. Sumir vilja þó hafa varann á og taka allt að 16 vikur í niðurskurð. Þeir þurfa því að hafa varann á sér í áti yfir jólamánuðinn.

Óskað eftir auknu samstarfi við Lyfjanefnd ÍSÍ

Undanfarin ár hafa lyfjapróf á fitnessmótum á vegum IFBB fyrst og fremst farið fram á alþjóðlegum mótum. Á sínum tíma var tekinn fjöldi lyfjaprófa á Íslands- og bikarmótum en eftir nokkuð hlé á prófum stendur nú til að efla lyfjaeftirlit og taka nokkur próf á hverju móti. Óskað hefur verið eftir auknu samstarfi á þessu sviði við Lyfjanefnd ÍSÍ sem hefur almenna umsjón með öllum lyfjaprófum hér á landi.

Skráning keppenda hefst í byrjun febrúar

Íslandsmótið verður með hefðbundnu sniði og keppt verður í sömu flokkum og gert var á síðasta ári. Wellness flokkur kvenna er kominn til að vera og má reikna með að keppt verði í honum á Íslandsmótinu. Skráning keppenda hefst í byrjun febrúar og verður á fitness.is.