Nú liggur fyrir að haldið verður Þrekmeistaramót laugardaginn 1. nóvember í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 13.00. Um er að ræða stærsta Þrekmeistaramót ársins og er viðbúið að fjöldi keppenda muni mæta til leiks. Nú eru æfingastöðvarnar að sigla inn í mesta annatímann á haustinu og fyrir fjölmarga er mikil hvatning falin í því að stefna á Þrekmeistarann. Keppt verður í hefðbundnum flokkum, einstaklinga og í liðakeppni. Nú er um að gera að hvetja alla til að vera með!