Það er nokkuð ljós að það gerir gott fyrir heilsuna að sleppa sykri og hvítu hveiti úr mataræðinu. Líklegt er að með því að draga úr neyslu einfaldra kolvetna sem finna má í hinum ýmsu fæðutegundum sem innihalda mikið af hvítum sykri sé hægt að minnka líkurnar á öldrunartengdum augnsjúkómum sem geta valdið blindu hjá fólki sem er komið á sjötugsaldurinn eða eldra.
Fæðutegundir sem innihalda hátt glísemíugildi (sykur sem frásogast hratt í meltingarkerfinu) valda súrefnisþurrð, bólgum og aukinni blóðfitu sem talin eru stuðla að öldrunartengdum augnsjúkdómum. Með því að borða minna af einföldum sykri og meira af trefjaríkum mat ertu að draga úr líkunum á að tapa sjón í framtíðinni.