Í stuttu máli má segja að vöðvar stækki vegna þess að sjálfar vöðvafrumurnar þenjast út. Frumunum fjölgar ekki, heldur stækka þær hver og ein. Stækkunin á sér stað vegna aukningar herpiprótínana actín og mýosín og aukningar and-herpingarvefja og lengingu sarkomera sem er sá hluti vöðvans sem herpist saman. Til að byrja með verða vöðvar sterkari vegna öflugri taugaboða. Þeir stækka þegar fylgifrumur (satellite cells) tengjast við vöðvaþræðina. Fylgifrumurnar bera með sér kjarnsýrur sem innihalda DNA erfðaefnið og móta þannig vöðvastækkunarferlið. Frumuboðar (cytokines) ónæmiskerfisins örva prótínmyndun og við sögu koma vefaukandi hormón, vaxtarhormón og testósterón. Orkugjafarnir í ferlinu eru glúkósi og fitusýrur sem fara inn í frumurnar og um leið eykst flutningur amínósýra í tengslum við vöðvauppbygginguna. Hámarks vöðvauppbygging næst með því að taka 85-95% af einnar-endurtekningar hámarksþyngd.

(IDEA Fitness Journal, nóvember-desember 2011, bls 23-26)