Kortísól er hormón sem stuðlar að niðurbroti prótína við álag á vöðva. Dena Garner og félagar við Háskólamiðstöðina í Charleston í Suður-Karolínu í Bandaríkjunum komust að því að kortísólmagn í munnvatni lækkaði þegar æft var með munnstykki. Kortísól hormónið var þannig notað sem óbeinn mælikvarði á áhrifum munnstykkjanotkunar á þol og styrk. Magn þess minnkaði þegar æft var án munnstykkis en jókst þegar það var notað. Styrktarþjálfun með munnstykki getur samkvæmt þessu hugsanlega stuðlað að meiri vöðvavexti.

(Journal Strength Conditioning Research 25: 2866-2871, 2011)