Við sögðum frá því í síðasta tölublaði að stríðsástand væri komið upp á milli hagsmunaaðila í sykuriðnaðinum og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Stríðið stendur ennþá þar sem Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin sagði að neysla á einföldum sykri hjá almenningi ætti ekki að fara yfir 10%. Talsvert hefur borið á áróðri gegn sykri undanfarið víðsvegar um heiminn og er verið að takast á um mikla hagsmuni. Skyndibitafyrirtæki og gosdrykkjaframleiðendur hafa beitt miklum þrýstingi á stofnanir til þess að fá þær til þess að hækka ráðleggingar sínar gagnvart sykurneyslu. Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin á að heita óháð stofnun og hefur varist þessum árásum, þrátt fyrir að sykurframleiðendur hafi hótað að beita sér fyrir því að styrkir til stofnunarinnar verði skornir verulega niður. Vísindaráð Bandaríkjanna gaf út þær ráðleggingar í september á síðasta ári að neysla á einföldum sykri ætti ekki að fara yfir 25% af heildarorkuneyslu, sem er talsvert hærra en Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin mælti með, en sú stofnun mun vera bæði háðari og undir enn meiri þrýstingi frá skyndibitafyrirtækjunum. Þessi þrýstingur hagsmunaaðila kallar á efasemdir um að mark sé takandi á ráðleggingum stofnana um manneldismál og ekki þykir ólíklegt að þessar ráðleggingar komi í framtíðinni til með að færast á hendur smærri og óháðari aðila sem þurfa ekki að taka tillit til annars en hvað þeim þykir vera sannleikanum samkvæmt.
(CBSNEWS.com, 23 Apríl, 2003)